Embætti landlæknis tilkynnir um breytingar á miðlun um forsjá og vensla í Heilsuveru

Breytingarnar leiða til þess að báðir forsjáraðilar fá aðgang að Heilsuveru barna sinna og geta sótt lyf barns í apótek. Aðrir munu þurfa rafrænt umboð.

Frétt á vef embættis landlæknis segir að breytingin muni taka gildi kringum mánaðarmótin júní – júlí.

Í tilkynningunni kemur fram að Þjóðskrá Íslands hafi sl. vor hafið miðlun upplýsinga um forsjá og vensl á rafrænan hátt.

Það verði til þess að hætt verði að nota svokölluð fjölskyldunúmer og lögheimili til þess að tengja börn við foreldra. Þess í stað verður byrjað að nota rafrænu upplýsingaskránna um forsjá og vensl. Báðir forsjáraðilar munu þá sjálfkrafa fá aðgang að Heilsuveru síns barns. Eftir breytinguna geta eingöngu forsjárforeldrar sótt lyf barns í lyfjabúðir, aðrir munu þurfa þar til gert rafrænt umboð.

Síðast uppfært: 1. júlí 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat