Fjöldi ólöglegra lyfja og lækningatækja gerð upptæk í alþjóðlegri aðgerð

Lyfjastofnun tók nýverið þátt í aðgerð Interpol undir heitinu Pangea XV ásamt tollgæslusviði Skattsins.

Dagana 23.-30. júní sl. fór fram alþjóðleg aðgerð á vegum Interpol, Pangea XV. Lyfjastofnun tók þátt í í samstarfi við starfsmenn tollsgæslusviðs hjá embætti Skattsins.

Pangea aðgerðin er hluti af samstarfi tollgæsluembætta á alþjóðavísu og alþjóðalögreglunnar, Interpol. Markmið samstarfsins er að efla eftirlit og samstarf milli ólíkra stjórnsýslustofnana til að berjast gegn ólöglegum flutningi lyfja milli landa.

Viðskipti með ólögleg lyf á alheimsvísu eru ábatasöm, en Interpol áætlar að verðmæti þeirra nemi um 4,4 milljörðum bandaríkjadala.

Alls tóku 94 aðildarlönd Interpol þátt í aðgerðinni og var hald lagt á 3 milljónir einingar af ólöglegum og mögulega lífshættulegum lyfjum og lækningatækjum. Þá var rúmlega 4.000 vefsíðum sem buðu upp á slíkan varning lokað.

Áherslur Lyfjastofnunar og embættis Skattsins í Pangea XV aðgerðinni snéru að fölsuðum lyfjum í póstsendingum. Upp komu þrjú mál á þeim tíma sem aðgerðin varði og voru þau öll áframsend til Interpol.

Fölsuð lyf sem voru gerð upptæk í Sviss
Síðast uppfært: 26. ágúst 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat