Thomas Senderovitz, forstjóri dönsku lyfjastofnunarinnar, Lægemiddelstyrelsen, var í vikunni valinn formaður HMA Management Group. HMA er skammstöfun fyrir Heads of Medicines Agencies og er netverk lyfjastofnana í Evrópu.
HMA, ásamt Lyfjastofnun Evrópu (EMA) og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins myndar evrópskt net lyfjayfirvalda.
HMA er netverk evrópskra lyfjastofnana sem þróar sameiginlega stefnu í lyfjamálum. Tilgangurinn er samhæfing, þekkingarmiðlun og samvinna í lyfjamálum milli lyfjastofnana á evrópskum vettvangi.
Staðreyndir um HMA
Öll 28 lönd Evópusambandsins ásamt Noregi, Íslandi og Liechtenstein eiga fulltrúa í HMA. Önnur lönd, s.s. Sviss og Kanada taka einnig þátt í sumum vinnuhópum sem heyra undir HMA.
Undir HMA heyra hinir ýmsu vinnuhópar til dæmis:
- Stýrihópur fyrir Benchmarking of European Medicines Agencies (BEMA)
- Lyfjagátarhópurinn Pharmacovigilance Oversight Group
- HMA/EMA Task Force um framboð á samþykktum lyfjum fyrir menn og dýr
- HMA/EMA Big Data Task Force
- Vinnuhópur lögfræðinga lyfjastofnana á Evópska efnahagssvæðinu (EMACOLEX)
- Vinnuhópur gæðastjóra lyfjastofnana á Evrópska efnahagssvæðinu (WGQM)
- Vinnuhópur upplýsingafulltrúa lyfjastofnana á Evrópska efnahagssvæðinu (WGCP)
Forstjórar lyfjastofnanna á Norðurlöndum. Thomas Senderovitz situr vinstra megin á sófanum, við hlið Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar.