Ísland hefur lokið við gerð nýs fríverslunarsamnings við Bretland sem nær til flestra sviða og reglna varðandi viðskipta á milli ríkjanna. Samningurinn veitir gagnkvæman aðgang að mörkuðum þegar kemur að vöruviðskiptum, þjónustuviðskiptum og opinberum innkaupum.
Lyf og lækningatæki
Í samningnum er að finna viðauka um gagnkvæma viðurkenningu á framleiðsluaðferðum fyrir lyf og lækningatæki (svokallaður GMP viðauki). Þetta tryggir að áfram verður hægt að flytja út íslensk lyf og lækningatæki til Bretlands þrátt fyrir að reglur um framleiðslu þeirra séu ekki samræmdar eins og á EES-svæðinu (sjá nánar grein 7.45 í samningnum).
Umfangsmikill samningur
Samningurinn er afar umfangsmikill í samanburði við aðra fríverslunarsamninga sem Ísland hefur gert og í honum er að finna ákvæði á sviði umhverfisverndar, vinnuréttar (gagnkvæmum viðurkenningum starfsréttinda), hugverkaréttinda, heilbrigðisreglna fyrir matvæli, tæknilegra reglugerða ríkisstyrkja, samkeppnismála starfsumhverfis lítilla og meðalstórra fyrirtækja, góðrar reglusetningar og samtarfs á því sviði og margt fleira.
Tengill á frétt um samninginn á vef Stjórnarráðsins.