Sérfræðinefnd EMA um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) kom saman dagana 10.-13. febrúar. Fram var haldið umfjöllun um margvísleg verkefni sem þegar voru á verkefnaskrá nefndarinnar.
Dútasteríð og fínasteríð
M.a. var áfram rætt um málskot vegna dútasteríðs og finasteríðs, lyfja sem hvoru tveggja eru til meðferðar góðkynja stækkun blöðruhálskirtils, en þau einkenni geta valdið erfiðleikum við þvaglát. Málskotið snýr að því að meta vægi áhættu á móti ávinningi þegar kemur að andlegri vanlíðan, þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsunum.
GVP leiðbeiningar
Einnig var unnið að því að uppfæra leiðarvísi um góða starfshætti í lyfjagát (GVP) í því sem snýr að lyfjum sem kunna að verða notuð hjá konum á barneignaraldri, á meðgöngu eða við brjóstagjöf, og tryggja fullnægjandi lyfjagát vegna slíkra lyfja.
Upplýsingar um viðfangsefni má sjá í dagskrá fundarins.