Fundur norræns vinnuhóps um lyfjatölfræði fór fram á dögunum

Fundurinn var að þessu sinni haldinn í húsakynnum Lyfjastofnunar

Vinnuhópurinn starfar undir merkjum NOMESCO, sem er samstarfsnefnd norrænna ríkja um heilbrigðistölfræði. Hópurinn hittist tvisvar á ári, annars vegar á fundi í því landi sem fer með formennsku í Norðurlandaráði, hins vegar á fjarfundi.

Á fundinum 20. september sl. voru gögn frá árinu 2022 yfirfarin í því skyni að þau væru samanburðarhæf og samræmis væri gætt. Ennfremur var rætt hvort fjölga ætti þeim lyfjaflokkum sem upplýsingar birtast um.

Upplýsingavefur um heilbrigði og velferð

Á sameiginlegum vef NOMESCO og NOSOSCO, sem er nefnd um tölfræði velferðarmála, er að finna margvíslegar upplýsingar og talnagögn um heilbrigði og velferð á Norðurlöndum; báðar nefndirnar heyra undir Norræna ráðherraráðið.

Hvað lyfjamál varðar má nefna að hægt er að fletta upp tölum um notkun lyfja í algengum lyfjaflokkum hjá öllum Norðurlandaþjóðunum, en slíkar upplýsingar nýtast m.a. til að skoða þróun notkunar, bera saman milli landa, og sjá breytur milli kynja og aldurshópa.

Síðast uppfært: 4. október 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat