Fyrirhuguð evrópsk löggjöf um lyf sem ekki má skorta í opið samráð

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst til umsagnar fyrirhugaða evrópska löggjöf um lífsnauðsynleg lyf (e. Critical Medicines Act). Samráðið er opið til og með 27. febrúar næstkomandi

Fyrirhuguð reglugerð mun ná til lífsnauðsynlegra lyfja sem eru talin í viðkvæmri stöðu vegna neikvæðra afleiðinga sem skortur myndi hafa í för með sér fyrir heilsu sjúklinga. Markmið reglugerðarinnar er að stuðla að auknu öryggi í framboði lyfja og er fyrirhugað að ná því markmiði með því að:

  • Hvetja til fjárfestinga til að fjölga framleiðslustöðum mikilvægra lyfja
  • Draga úr hættu á lyfjaskorti með því að hvetja til og umbuna fyrir seiglu í aðfangakeðjunni með opinberum innkaupum nauðsynlegra lyfja
  • Auka sameiginleg innkaup á nauðsynlegum lyfjum

Nánari upplýsingar má finna á vef Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Síðast uppfært: 5. febrúar 2025
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat