Fyrirhuguð reglugerð mun ná til lífsnauðsynlegra lyfja sem eru talin í viðkvæmri stöðu vegna neikvæðra afleiðinga sem skortur myndi hafa í för með sér fyrir heilsu sjúklinga. Markmið reglugerðarinnar er að stuðla að auknu öryggi í framboði lyfja og er fyrirhugað að ná því markmiði með því að:
- Hvetja til fjárfestinga til að fjölga framleiðslustöðum mikilvægra lyfja
- Draga úr hættu á lyfjaskorti með því að hvetja til og umbuna fyrir seiglu í aðfangakeðjunni með opinberum innkaupum nauðsynlegra lyfja
- Auka sameiginleg innkaup á nauðsynlegum lyfjum
Nánari upplýsingar má finna á vef Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.