Grannt fylgst með birgðum lyfja sem notuð eru við COVID-19

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur í samvinnu við lyfjafyrirtæki og aðildarlönd ESB, sett á laggirnar markvisst og hraðvirkt eftirlitsferli til að koma í veg fyrir skort á mikilvægum lyfjum sem notuð eru til að meðhöndla sjúklinga með COVID-19.

Hvert lyfjafyrirtæki tilnefnir þannig einn tengilið (i-SPOC) sem tilkynna skal um skort, eða fyrirsjáanlegan skort, á lyfjum sem notuð eru til að meðhöndla sjúklinga með COVID-19, bæði til EMA og lyfjastofnun viðkomandi lands. Þetta á við hvort heldur sem um lyf með miðlægt markaðsleyfi eða landsmarkaðsleyfi er að ræða.

EMA mun safna saman þessum upplýsingum og miðla þeim til stýrihóps á vegum ESB sem tekur ákvörðun um hvernig best sé að bregðast við vandanum.

Haft hefur verið samband við nokkur hundruð lyfjafyrirtæki sem geta nú sent EMA upplýsingar um skort, og tillögur um með hvaða hætti væri hægt að bregðast við vanda af þeim sökum.

Vegna umfangs verkefnisins hefur því verið skipt í tvo hluta til einföldunar.

  • Í fyrri hlutanum sem hófst 17. apríl sl. beina lyfjafyrirtækin fyrst og fremst sjónum að lyfjum sem notuð eru til að meðhöndla sjúklinga með COVID-19 á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa, svo sem svæfingarlyf, sýklalyf, vöðvaslakandi lyf og lyf til endurlífgunar. Brýn þörf er fyrir slík lyf um þessar mundir.
  • Síðar verður einnig miðlað upplýsingum um skort á öðrum lyfjum sem nýtast til að meðhöndla COVID-19.

Nánari upplýsingar í frétt á vef EMA

Síðast uppfært: 30. nóvember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat