Hald lagt á ólögleg lyf hér á landi í alþjóðlegri aðgerð

Aðgerðin kallaðist Operation SHIELD IV og stóð yfir á tímabilinu frá apríl til október 2023

Tollgæslan og Lyfjastofnun voru meðal þátttakenda í alþjóðlegri aðgerð Europol sem beindist að viðskiptum og innflutningi á ólöglegum lyfjum.

Alls tóku 30 ríki þátt í aðgerðinni sem bar nafnið Operation SHIELD IV og stóð yfir frá apríl til október 2023.

Á heimsvísu var hald lagt á lyf að andvirði 64 milljóna evra, Ákærur voru gefnar út á hendur 1.284 einstaklingum og 52 skipulagðir glæpahringir voru rannsakaðir.

Hér á landi var lagt hald á tæplega 16 þúsund töflur, þar á meðal voru tæplega 11 þúsund töflur af fíknilyfjum.

Tollgæslan og Lyfjastofnun nutu liðsinnis embættis ríkislögreglustjóra og tengslaskrifstofu Íslands hjá Europol við aðgerðina.

Ekki verða veittar frekari upplýsingar um málið eins og fram kemur á vef Skattsins, en nánar má lesa um aðgerðina á vef Europol.

Síðast uppfært: 14. mars 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat