Hlaðvarpsþáttur um ópíóíða

Í nýjum þætti í hlaðvarpi Lyfjastofnunar er fjallað um ópíóíða, um hvers kyns lyf þetta eru, hvernig þau verka á líkamann, og hvað geri þau jafn ávanabindandi og raun ber vitni

Rætt er við Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, og Sigríði Zoëga, sérfræðing í hjúkrun á verkjamiðstöð Landspítala og dósent við hjúkrunarfræðideild HÍ.

Magnús Karl ræðir m.a. um viðtaka fyrir ópíóíða í líkamanum, og hvernig skilningur manna á hlutverk þeirra leiddi til þess að hin svokölluðu náttúrulegu morfínefni líkamans fundust.

Sigríður segir að þegar um langvarandi verki er að ræða, geti verið heppilegt að beita svokallaðri samsettri verkjameðferð, sem byggi ekki að öllu leyti á notkun lyfja. Meta þurfi hvers eðlis verkirnir eru, en líka fleiri þætti.

“… við langvinnum verkjum þá kannski erum við meira að horfa á … virkni einstaklingsins, lífsgæði og þess háttar. … Hvað hefur fólk reynt áður, hver er reynslan, hvaða tilfinningar hefur fólk gagnvart verkjunum, hvernig líður því; það er grundvallar munur á verkjum - hver er tilfinningin gagnvart verkjum við barnsfæðingu, miðað við það að vera fótbrotinn."

Tenglar á greinar sem nefndar eru í þættinum:

Umsjón: Hanna G. Sigurðardóttir

Magnús Karl Magnússon - Mynd: Kristinn Ingvarsson

Sigríður Zoëga - Mynd: Auður Óskarsdóttir
Síðast uppfært: 22. mars 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat