Kallað eftir sérfræðingum í lyfjagát

Heilbrigðis- og öryggisnefnd Framkvæmdastjórnar ESB hefur kallað eftir umsóknum frá sjálfstætt starfandi sérfræðingum í lyfjagát. Þeir munu starfa sem sérfræðingar hjá PRAC, sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja.

Í PRAC situr einn fulltrúi frá hverri aðildarstofnun Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) auk eins til vara, einn fulltrúi heilbrigðisstarfsmanna og annar frá samtökum sjúklinga, báðir þeirra tilnefndir af Framkvæmdastjórn ESB, og síðan sex sérfræðingar einnig tilnefndir af Framkvæmdastjórn ESB. Það eru stöður þeirra síðastnefndu sem ráðið verður í að þessu sinni.

Sjálfsæðu sérfræðingarnir hafa yfirleitt komið úr háskóla og fræðasamfélaginu. Hægt er að sjá núverandi meðlimi PRAC ásamt ferilskrám á vef EMA.

Sérfræðingarnir sex munu taka þátt í fundum PRAC sem haldnir eru einu sinni í mánuði, skoða og greina gögn, og leggja sitt af mörkum í vísindalegri umræðu og mati á þeim álitamálum sem fyrir liggja.

Ráðið verður til þriggja ára frá og með 2. júlí 2021. Sjálfstætt starfandi fulltrúum PRAC er heimilt að sækja um aftur.

Umsóknir ásamt hagsmunayfirlýsingu skulu berast Framkvæmdastjórn ESB eigi síðar en 20. nóvember 2020.

Frétt EMA um sérfræðistöður hjá PRAC

Upplýsingar og umsóknargögn

Síðast uppfært: 11. nóvember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat