Dagana 23. júlí til og með 3. ágúst verður opið hjá Lyfjastofnun en vegna sumarleyfa starfsfólks verður veitt lágmarksþjónusta á tímabilinu. Afgreiðslutíminn verður áfram sá sami, frá 9 til 12 og frá 13 til 16 alla virka daga. Þetta kann að hafa áhrif á svartíma umsókna og erinda sem stofnuninni berast. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Athygli er vakin á sérstökum takmörkunum á þjónustu Lyfjastofnunar í sumar sem snýr að klínískum lyfjarannsóknum og inn- og útflutningsleyfum ávana- og fíkniefna.