Laust starf hjá Lyfjastofnun

Auglýst er eftir deildarstjóra í markaðsleyfadeild

Lyfjastofnun auglýsir laust starf deildarstjóra markaðsleyfadeildar, sem heyrir undir svið mats og skráningar lyfja. Við leitum að drífandi, sveigjanlegum og jákvæðum leiðtoga til að leiða öflugan hóp starfsfólks. Deildarstjóri er ábyrgur fyrir daglegu skipulagi deildar og forgangsröðun verkefna í samráði við sviðsstjóra og hefur auk þess umsjón með fjölbreyttum verkefnum. Um fullt starf er að ræða.

Helstu viðfangsefni og ábyrgð

 • Dagleg stjórnun markaðsleyfadeildar
 • Miðlun upplýsinga og leiðbeininga um framkvæmd verkefna
 • Ábyrgð og umsjón með mati og afgreiðslu umsókna um ný markaðsleyfi
 • Ábyrgð og umsjón með breytingum og viðhaldi markaðsleyfa lyfja
 • Samskipti við markaðsleyfishafa lyfja og lyfjastofnanir í Evrópu

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Meistarapróf í lyfjafræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
 • Farsæl reynsla af stjórnun mannauðs og/eða verkefna
 • Þekking eða reynsla á sviði lyfjaskráninga eða viðfangsefnum starfsins
 • Mjög góð teymisvitund, samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Leiðtogahæfni, frumkvæði og faglegur metnaður.
 • Nákvæmni, skilvirkni og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Góð skipulagshæfni, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli. Kunnátta í norðurlandamáli er kostur
 • Góð tölvukunnátta.

Umsóknarfrestur er til og með 18. mars 2024. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Lyfjastofnun hefur hlotið jafnlaunavottun og eru laun samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og hlutaðeigandi stéttarfélags. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Nánari upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511 1225.

Síðast uppfært: 6. mars 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat