Lyfjastofnun auglýsir eftir sérfræðingi í starf vöru- og verkefnastjóra í upplýsingatæknideild. Viðkomandi mun bera ábyrgð á viðhaldi og þróun hugbúnaðar sem tengist kjarnastarfsemi Lyfjastofnunar. Starfið felur í sér að starfsmaður fylgist með þróun og nýjungum sem heyra undir starfið ásamt því að stuðla að umbótum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Greining, þróun og viðhald á kerfum og ferlum Lyfjastofnunar
- Hönnun, uppbygging og viðhald vöruhúss gagna
- Umsjón með undirbúningi, greiningarvinnu og innleiðingu nýrra stafrænna tæknilausna
- Samskipti við hagsmunaaðila þvert á stofnunina, sem og við ytri aðila og birgja
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem á sviði tölvunarfræði eða verkfræði
- Reynsla af uppbyggingu vöruhúsa gagna og notkun viðskiptagreindartóla
- Þekking á MS SQL, Jet Analytics og Microsoft Azure
- Þekking og reynsla af forritun og hugbúnaðarþróun
- Sjálfstæði og öguð vinnubrögð
- Lipurð í mannlegum samskiptum, teymisvitund, jákvæðni og sveigjanleiki
- Vilji til að tileinka sér nýja þekkingu og færni
- Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
Umsóknarfrestur er til og með 30. ágúst 2023.
Sótt er um starfið á vef Intellecta og þarf umsókn að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Lyfjastofnun hefur hlotið jafnlaunavottun. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og hlutaðeigandi stéttarfélags.