Leiðrétting á texta fyrir natríum í hjálparefnaviðauka

Íslensk þýðing á upplýsingum um natríum í fylgiseðlum lyfja sem innihalda 1 mmól (23 mg) í skammti hefur verið leiðrétt. Rétt þýðing mun birtast síðar í hjálparefnaviðaukanum sem birtur er á vef Lyfjastofnunar Evrópu en hún er svohljóðandi:

 Heiti Íkomuleið  Mörk 

Upplýsingar sem eiga að koma fram í fylgiseðli

Athugasemdir 
 Natríum Til inntöku, inndælingar

1 mmól (23 mg) í hverjum skammti

Lyfið inniheldur x mg af natríum (aðalefnið í matarsalti) í <hverri><hverju><hverjum><...> <skammtaeining><rúmmálseining>. Þetta jafngildir y% af daglegri hámarksinntöku natríums úr fæðu skv. ráðleggingum fyrir fullorðna.

Fyrir stungulyf með breytilega skömmtun (t.d. eftir þyngd) má lýsa natríuminnihaldi sem mg í hverju hettuglasi.

Tillaga að orðalagi í SmPC:
„Lyfið inniheldur x mg af natríum í <hverri><hverju><hverjum><...> <skammtaeining> sem jafngildir y% af daglegri hámarksinntöku natríums sem er 2 g fyrir fullorðna skv. ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).“

         
         

 

Síðast uppfært: 12. desember 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat