Liðsauki í alþjóðlegu samstarfi á sviði lyfjamála

Fimm þjóðir bætast í hóp Norrænu þjóðanna um alþjóðlegt samstarf á sviði lyfjamála

Fimm þjóðir hafa bæst við samstarf Norðurlandaþjóðanna á sviði lyfjamála (Nordisk lægemiddel forum). Um er að ræða Belgíu, Holland, Austurríki, Írland og Lúxemborg sem starfa saman undir heitinu "Beneluxa Initiative". Samstarfið snýr einkum að verkefnum sem tengjast innleiðingu nýrra lyfja með það að markmiði að tryggja borgurum þessara landa aðgang að nýjum lyfjum. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins.

Í frétt Stjórnarráðsins kemur einnig fram að samstarfið hafi nú þegar skilað árangri, meðal annars í skipulagningu alþjóðlegrar samvinnu um forspá fyrir notkun nýrra lyfja.

Sjá nánar í frétt á vef Stjórnarráðsins.

Síðast uppfært: 4. júní 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat