Lyf felld úr lyfjaverðskrá marsmánaðar 2023 vegna birgðaskorts

Hægt er að óska eftir að pakkningarnar verði ekki felldar úr verðskránni séu birgðir væntanlegar fyrir næstu mánaðamót

Listi hefur verið birtur með upplýsingum um þær pakkningar sem felldar verða úr lyfjaverðskrá marsmánaðar 2023. Ef birgðir eru væntanlegar fyrir næstu mánaðamót er hægt að óska eftir að pakkningarnar verði ekki felldar úr verðskránni.

Þannig er listinn unninn

Þann 15. hvers mánaðar eða næsta virka dag á undan, safnar Lyfjastofnun gögnum úr lista á vef Sjúkratrygginga Íslands, yfir þær pakkningar með skráningu um birgðaskort sem staðið hefur lengur en 90 daga. Þær pakkningar verða felldar úr lyfjaverðskrá næstu mánaðamót á eftir. Þannig verða pakkningar í nýbirtum lista felldar úr lyfjaverðskrá marsmánaðar 2023.

Hægt að óska eftir að pakkningar verði ekki felldar úr verðskránni

Umboðsmenn og tengiliðir eru beðnir um að skoða lyfjapakkningar í sinni umsýslu, en hægt er að óska eftir að pakkningarnar verði ekki felldar brott ef birgðir eru væntanlegar fyrir næstu mánaðamót. Slíka beiðni skal senda á netfangið [email protected].

Síðast uppfært: 16. febrúar 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat