Lyfjastofnanir í Evrópu fá gæðastimpil frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO)

Lyfjastofnun er meðal þeirra sem fengið hefur viðurkenningu WHO.

WHO hefur gefið keðju lyfjastofnana í Evrópu (EMRN), sem Lyfjastofnun er hluti af, gæðastimpil með því að útnefna hana sem svæðisbundið netverk og skráð yfirvöld hjá WHO, WLA sem stendur fyrir WHO Listed Authority. Þetta þýðir að keðja lyfjastofnana í Evrópu uppfylla ströngustu kröfur um gæði, öryggi og verkun lyfja og bóluefna og gerir þessi viðurkenning WLA aðildarríkjum kleift að viðurkenna ákvarðanir sín á milli.

WLA í stuttu máli

WLA er listi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og hann hefur nú verið uppfærður með eftirfarandi aðilum sem falla undir EMRN:

  • Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (EC)
  • Lyfjastofnun Evrópu (EMA)
  • EDQM (European Diractorate for the Quality of Medicines)
  • og lyfjastofnanir eftirfarandi aðildarríkja: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ísland, Ítalía, Króatía, Kýpur, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Noreg, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland.

Til þess að hljóta gæðastimpilinn WLA er gerð krafa um að yfirvald eða svæðisbundið netverk geti sýnt fram á að það uppfylli allar kröfur WHO, sem eru m.a. að:

  • Til staðar séu skýr og vel afmörkuð lög um lyf
  • Þar starfi nóg af fólki sem hafi tilskilda menntun, reynslu og þekkingu á lyfjamálum
  • Ákvarðanir séu teknar á opinn og gagnsæjan hátt

Ákvörðun þessi er byggð á tilmælum WHO Technical Advisory Group (TAG-WLA) sem staðfestir samræmi í framkvæmd á eftirlitsstarfsemi fyrrnefndra stofnana samkvæmt alþjóðlegum kröfum um gæði, öryggi og verkun lyfja og bóluefna. WLA matið var byggt á gagnkvæmu samkomulagi þar sem EMRN var metin sem ein heild.

Síðast uppfært: 27. maí 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat