Störfin sem um ræðir tilheyra þremur mismunandi sviðum, skráningarsviði, eftirlitssviði, og umsókna- og samskiptasviði.
Auglýst er eftir sérfræðingi í almennum lyfjaskráningum, og sérfræðingi í lyfjaskráningum með áherslu á dýralyf. Bæði þessi störf heyra undir markaðsleyfadeild á skráningarsviði.
Starf eftirlitsmanns í lyfjaöryggisdeild eftirlitssviðs er laust til umsóknar, sem og starf verkefnastjóra í verkefnastjórnunardeild umsókna- og samskiptasviðs.
Háskólapróf er skilyrði fyrir ráðningu í öll þessi störf en frekari upplýsingar er að finna á vef Lyfjastofnunar.
Helstu hlutverk stofnunarinnar eru útgáfa markaðsleyfa og gæðamat, eftirlit með lyfjum og lækningatækjum, vísindaráðgjöf, verð- og greiðsluþátttaka lyfja, og upplýsingagjöf.