Lyfjastofnun Evrópu undirbýr sig fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og flutning í nýja borg

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafist handa við þróun áætlunar um samfelldan rekstur stofnunarinnar (e. business continuity plan) til þess að takast á við þá óvissu og hið aukna vinnuálag sem útganga Breta úr Evrópusambandinu og flutningur stofnunarinnar frá Bretlandi hefur í för með sér fyrir stofnunina.

Noel Wathion, staðgengill forstjóra EMA, sagði að áætlun um samfelldan rekstur EMA sé ætlað að taka á þeim áskorunum sem fylgja flutningunum á skilvirkan og fyrirbyggjandi hátt. Áætlunin á að tryggja að að mat á lyfjum gangi óhindrað fyrir sig til að tryggja sjúklingum í Evrópu stöðugan aðgang að öruggum lyfjum sem uppfylla gæðakröfur.

Verkefnum EMA hefur verið skipt í fasa svo að auðvelda megi forgangsröðun verkefnanna. Í maí var þegar hafist handa við að fækka verkefnum með lægsta forgangsröðun til þess að gera því starfsfólki stofnunarinnar, sem mun vinna að undirbúningi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og flutningi EMA, kleift að sinna þeim störfum.

Nánar má lesa um undirbúning EMA hér.

 

Flutningur EMA ákveðinn í fjórum skrefum

Samkvæmt lögum Evrópusambandsins er það nú í höndum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að ákveða borg sem mun hýsa EMA eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Málsmeðferðin er í fjórum skrefum.  

 

 1. Fyrir 31. júlí þurftu þau Evrópusambandslönd sem hafa áhuga á að hýsa stofnunina að leggja fram umsókn sína þar um.
 2. Fyrir 30. september Mun nefnd meta umsóknirnar á grundvelli fyrirframákveðinna krafna sem þarf að uppfylla.
 3. Október 2017. Pólitískar umræður fara fram, byggðar á mati nefndarinnar.
 4. Nóvember 2017. Fastafulltrúar Evrópusambandslandanna (fyrir utan Bretland) kjósa og ákveða nýja staðsetningu.

 

19 borgir sækjast eftir því að hýsa EMA

Alls hafa borist umsóknir frá 19 borgum í Evrópu um að hýsa EMA. Umsóknirnar eru opinberar og má lesa þær hér.

Borgirnar sem hafa sótt um að hýsa EMA eru:

 

 • Amsterdam
 • Aþena
 • Barselóna
 • Bonn
 • Bratislava
 • Brussel
 • Búkarest
 • Kaupmannahöfn
 • Dyflinni
 • Helsinki
 • Lille
 • Malta
 • Milan
 • Portó
 • Sofia
 • Stokkhólmur
 • Vín
 • Varsjá
 • Zagreb

 

EMA hefur verið í London frá því hún var stofnuð árið 1995.

 

Síðast uppfært: 4. ágúst 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat