Lyfjastofnun Evrópu vinnur að lausnum vegna lyfjaskorts

Aðgerðarhópur sem settur var á laggirnar á vegum Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) og forstjóra lyfjastofnana Evrópu (HMA), stendur nú fyrir vinnustofu í höfuðstöðvum EMA í London. Komnir eru saman auk sérfræðinga aðgerðarhópsins fulltrúar markaðsleyfishafa, stjórnvalda, heilbrigðisstarfsmanna, og almennings. Markmiðið er að leita enn frekari leiða til að takast á við og reyna að koma í veg fyrir lyfjaskort. Fulltrúi Lyfjastofnunar er einn þátttakenda.

Vinnustofan hófst í gær en henni lýkur síðdegis í dag, kl. 15:45. Hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu á vef EMA. 

Síðast uppfært: 9. nóvember 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat