Lyfjastofnun nú aðildarstofnun Alþjóðasambands lyfjastofnana (ICMRA)

Bandalagið er vettvangur fyrir aukið samstarf lyfjastofnana um allan heim

Lyfjastofnun hefur gengið til liðs við Alþjóðasamband lyfjastofnana (e. International Coalition of Medicines Regulatory Authorities; ICMRA). Tilgangur bandalagsins er að stuðla að aukinni lýðheilsu með marksækinni stjórnun og samstarfi lyfjastofnana.

Starfsemi bandalagsins er fjölþætt en sérstök áhersluatriði eru sýklalyfjaónæmi, samskiptamál, lyfjaskortur, nýsköpun, lyfjagát, viðbrögð við mögulegri heilsuvá almennings og áreiðanleiki aðfangakeðja lyfja.

Síðast uppfært: 15. febrúar 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat