Fyrsta myndbandsfræðsluefnið birt í sérlyfjaskrá

Lyfjastofnun hefur frá því í nóvember í fyrra gert lyfjafyrirtækjum kleift að birta öryggis- og fræðsluefni rafrænt í sérlyfjaskrá. Hefur öryggis- og fræðsluefni í birtingu fjölgað hratt og örugglega frá því fyrsta fræðsluefnið var birt í sérlyfjaskrá í fyrra.

Stærstur hluti fræðsluefnisins í sérlyfjaskrá hefur hingað til verið lesefni en á dögunum voru fyrstu mynd- og hljóðskrárnar birtar í sérlyfjaskrá . Markmiðið er eftir sem áður að auka aðgengi heilbrigðisstarfsfólks og sjúklinga að öryggis- og fræðsluefni með því að birta það allt á einum stað.

Leiðbeiningar um birtingu öryggis- og fræðsluefnis á sérlyfjaskrá.

Síðast uppfært: 18. nóvember 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat