Mistök við afgreiðslu í lyfjabúðum

Að gefnu tilefni er vakin athygli á nýju dreifibréfi Lyfjastofnunar um mistök við afgreiðslu í lyfjabúðum. Þar er bent á þá grein reglugerðar um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir sem kveður á um tilkynningaskyldu lyfjabúða vegna alvarlegra mistaka. Tilkynna skal alvarleg mistök þegar í stað til Lyfjastofnunar. Í dreifibréfinu eru tilgreind þau atvik sem Lyfjastofnun skilgreinir sem alvarleg. Þau snúa fyrst og fremst að lyfjaafgreiðslu en einnig að öðrum atvikum í afgreiðslu sem kynnu að valda viðskiptavini heilsutjóni. Dreifibréfið má lesa hér

Síðast uppfært: 28. september 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat