Myndið lyfjatiltektina og merkið #Lyfjaskil á samfélagsmiðlum

Takið þátt í samfélagsmiðlaleik Lyfjastofnunar. Það er einfalt.

Það eina sem þarf að gera til að vera með er að taka mynd af einu eftirtöldu og merkja með #Lyfjaskil á Instagram, Twitter eða Facebook (munið að stilla á "public").

1. Tiltekt í lyfjaskápnum
2. Hvernig þú geymir lyf á öruggan hátt
3. Skil á gömlum lyfjum til eyðingar í apótek
Snúið lyfjunum þannig að hvorki sjáist í persónugreinanlegar upplýsingar á umbúðum né nafn lyfsins.
Á hverjum degi dagana 2.-10. mars drögum við út einn vinningshafa sem hlýtur 5.000 kr. gjafabréf hjá Eirberg. Allar myndirnar fara í pott og hlýtur besta myndin að mati dómnefndar 50.000 krónur í verðlaun í lok átaksins.
Síðast uppfært: 2. mars 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat