Nákvæmari flokkun á stöðu lyfs í lyfjaverðskrá

Flokkurinn "staða lyfs" mun breytast þar sem fjórum flokkum hefur verið bætt við til að endurspegla betur verklagsreglur um ákvörðun hámarksheildsöluverðs

Lyfjastofnun annast útgáfu lyfjaverðskrár sem inniheldur m.a. upplýsingar um hámarksverð og greiðsluþátttöku lyfja auk ýmissa upplýsinga sem gagnast við ávísun og afgreiðslu lyfja. Meðal upplýsinga er svokölluð „staða lyfs“ sem mun frá 1. ágúst nk. verða nákvæmari. Í stað flokkunar í þrennt (frumlyf, samheitalyf, samhliða innflutt lyf) hefur fjórum flokkum verið bætt við.

Ný flokkun er skv. eftirfarandi:

FlokkurSkýring flokks
0*Ekki skilgreint
1Frumlyf (e. reference medicine)
2Samheitalyf (e. generic medicine)
3Samhliða innflutt lyf (e. parallel imported medicine)
4*Líftæknilyf (e. biologics) og hybrid (fyrst í viðkomandi ATC flokki)
5*Líftæknilyfjahliðstæða (e. biosimilars) og hybrid (ekki fyrst í viðkomandi ATC flokki)
6*Samhliða innflutt líftæknilyf eða hliðstæða
* nýir flokkar í lyfjaverðskrá frá og með 1. ágúst næstkomandi

Flokkun af þessu tagi er mikilvæg þar sem reglur um ákvörðun hámarksheildsöluverðs eru ólíkar á milli þessara flokka eins og fram kemur í verklagsreglum um ákvörðun hámarksheildsöluverðs.

Lyfjaverðskrá er gefin út í vefþjónustu og í Excel þar sem staða lyfs er sýnileg í dálki AF. Skýringar með lyfjaverðskrá hafa verið uppfærðar.

Síðast uppfært: 25. júlí 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat