Námskeið tengd mati á krabbameinslyfjum

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur boðið sérfræðingum með þekkingu á krabbameinum og meðferð þeirra, að sitja námskeið til þjálfunar í vísindaráðgjöf og mati á lyfjum

Markmiðið með námskeiðunum er að efla tengsl lyfjayfirvalda og sérfræðinga til að styrkja matsferli krabbameinslyfja. Um tilraunaverkefni er að ræða en námskeiðin fara fram á vefnum, bæði með beinum útsendingum og uppteknu efni. Verkefninu var hleypt af stokkunum í maí síðastliðnum en námskeiðin hefjast formlega í haust. Annars vegar verður farið í almenn atriði þess hvernig lyf fyrir menn eru metin áður en til markaðsleyfis kemur, hins vegar það sem snýr að krabbameinslyfjum sérstaklega. -Síðar verður þetta verkefni hugsanlega yfirfært á önnur sérfræðisvið.

Þátttakendur þurfa að hafa reynslu af vísindavinnu tengdri krabbameinum, krabbameinslækningum, eða blóðmeinafræði. Þekking á reglugerðum um lyfjamál er ekki skilyrði.

Hægt er að sækja um á sérstöku skráningarformi á vefnum þar sem aðeins er óskað eftir grunnuplýsingum.

Námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu.

Upplýsingar á vef EMA

Upplýsingar á LinkedIn

Síðast uppfært: 27. júní 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat