Netspjall er þægileg leið til að hafa samband

Snörp samskipti og aukin gæði einkenna netspjallið okkar

Lyfjastofnun tók í notkun netspjall fyrir um ári síðan. Netspjallið hefur reynst vel í að þjónusta viðskiptavini stofnunarinnar á opnunartíma. Viðskiptavinir eru hvattir til að prófa að nota netspjallið í samskiptum sínum við Lyfjastofnun. Netspjallið er opið alla virka daga milli 9:00-15:00.

Vissir þú að netspjallið hefur eftirtalda kosti?

  1. Sérþjálfað starfsfólk okkar vaktar netspjallið á opnunartíma
  2. Netspjallið er þægilegt og einfalt í notkun. Hægt er að nota netspjallið í tölvu eða snjalltæki. Ekki þarf að hlusta á símsvara áður en samband er gefið við starfsmann Lyfjastofnunar.
  3. Biðtími er lítill.
  4. Svör eru veitt í netspjalli þegar það er hægt. Við leggjum okkur fram um að veita svör í fyrstu snertingu. Það þýðir að starfsfólkið okkar sem svara netspjalli hefur fengið þjálfun í að greina og svara ákveðnum erindum. Auk þess tryggjum við að starfsfólk netspjalls sé með nýjustu nauðsynlegu upplýsingar hverju sinni.
  5. Afrit af samskiptunum bæta gæðin. Hægt er að fá sent afrit af samskiptunum í uppgefið netfang, ef þess er óskað. Ef erindið er sent áfram til úrlausnar til samstarfsfólks okkar fylgja samskiptin úr netspjallinu með sem eykur gæðin.
  6. Hægt er að nýta tímann í annað á meðan beðið er eftir úrlausn erindisins.

Svona virkar netspjallið

Til þess að hefja netspjall er opnaður þráður á forsíðu vefs Lyfjastofnunar með því að smella á Hefja spjall, neðst í hægra horninu. Upplýsingar um nafn og netfang eru slegnar inn og því næst er smellt á hnappinn Byrja spjall.

Síðast uppfært: 9. mars 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat