Netspjall tekið í notkun 7. mars

Aukin þjónusta við viðskiptavini

Þann 7. mars næstkomandi verður netspjall tekið í notkun á vef Lyfjastofnunar.

Netspjall Lyfjastofnunar verður opið á virkum dögum frá kl. 9:00-12:00 og 13:00-15:30, á sama tíma og símaþjónusta. Almennum fyrirspurnum verður svarað í netspjalli til samræmis við það sem gert er í símaþjónustu. Um er að ræða aukna þjónustu við viðskiptavini með þeim auknu möguleikum og þægindum sem fylgja netspjalli.

Til reynslu fyrsta mánuðinn

Tímabilið 7. mars til 5. apríl verður reynslutími sem nýtast mun til að þróa og betrumbæta þjónustu netspjallsins. Allar ábendingar varðandi það sem betur má fara óskast sendar til [email protected].

Vakin er athygli á fyrirvara á vef stofnunarinnar þar sem meðal annars kemur fram að starfsfólk Lyfjastofnunar veitir ekki persónulegar ráðleggingar um lyf og/eða lyfjanotkun. Þá svara starfsmenn stofnunarinnar ekki spurningum sem eru þess eðlis að leggja þurfi mat á hvort meðhöndla þurfi sjúkdóm eða ástand með lyfi, né hvaða lyf hentar best í einstaka tilfellum.

Síðast uppfært: 4. mars 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat