Norrænir eftirlitsmenn á vinnufundum hjá Lyfjastofnun

Vinnuhópur norrænna
eftirlitsmanna í apótekum hélt samráðsfundi í Lyfjastofnun í síðustu viku. Hópurinn hittist árlega í einhverju norrænu landanna og skiptast
lyfjastofnanir þeirra á um að halda fundinn. Þetta er í fyrsta sinn sem
vinnuhópurinn hittist á Íslandi, og fyrir hönd Lyfjastofnunar leiddi Brynhildur
Briem, deildarstjóri markaðseftirlitsdeildar, vinnuna á fundinum. Brynhildur
sagði að rætt hefði verið um þær áskoranir sem eftirlitsmenn standa frammi fyrir í
hverju landi, skipst hefði verið á skoðunum, og þekkingu og reynslu miðlað.  „Fundirnir eru sérstaklega mikilvægir fyrir okkur íslensku fulltrúana, því samskiptin veita okkur aðgang að mikilvægri þekkingu sem byggir á víðtækri reynslu lyfjastofnana í fjölmennari löndum." 

DSC02190Aftari röð frá vinstri: Brynhildur Briem, Anna von
Bonsdorff-Nikander (F), Viðar Guðjohnsen, Gustav Sjöstrand (S), Karina Stavsbjerg (D).

Fremri röð frá vinstri: Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, Malin Eklöf (S), Siv Elisabeth Haugen (N), Astrid Holager Fidjeland (N), Louise
Else Zinglersen (D), og Riina Põde og Katrin Kõiv (Eistland). 

Síðast uppfært: 16. september 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat