Norrænir eftirlitsmenn á vinnufundum hjá Lyfjastofnun

Vinnuhópur norrænna
eftirlitsmanna í apótekum hélt samráðsfundi í Lyfjastofnun í síðustu viku. Hópurinn hittist árlega í einhverju norrænu landanna og skiptast
lyfjastofnanir þeirra á um að halda fundinn. Þetta er í fyrsta sinn sem
vinnuhópurinn hittist á Íslandi, og fyrir hönd Lyfjastofnunar leiddi Brynhildur
Briem, deildarstjóri markaðseftirlitsdeildar, vinnuna á fundinum. Brynhildur
sagði að rætt hefði verið um þær áskoranir sem eftirlitsmenn standa frammi fyrir í
hverju landi, skipst hefði verið á skoðunum, og þekkingu og reynslu miðlað.  „Fundirnir eru sérstaklega mikilvægir fyrir okkur íslensku fulltrúana, því samskiptin veita okkur aðgang að mikilvægri þekkingu sem byggir á víðtækri reynslu lyfjastofnana í fjölmennari löndum." 

DSC02190Aftari röð frá vinstri: Brynhildur Briem, Anna von
Bonsdorff-Nikander (F), Viðar Guðjohnsen, Gustav Sjöstrand (S), Karina Stavsbjerg (D).

Fremri röð frá vinstri: Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, Malin Eklöf (S), Siv Elisabeth Haugen (N), Astrid Holager Fidjeland (N), Louise
Else Zinglersen (D), og Riina Põde og Katrin Kõiv (Eistland). 

Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat