Notkun sýklalyfja handa dýrum

Lyfjastofnun Evrópu birti þann 16. október sl. 7. ársskýrslu ESVAC um sölu sýklalyfja handa dýrum, fyrir árið 2015. Að þessu sinni liggja fyrir tölur frá 29 ESB/EES ríkjum auk Sviss, þ.e. einu ríki fleiri en árið 2014.

Í þeim 25 ríkjum sem tekið hafa þátt í ESVAC frá 2011 hefur sala sýklalyfja dregist saman um 13,4% reiknað sem mg/PCU*.

Sala sýklalyfja hér á landi, handa dýrum sem gefa af sér afurðir til manneldis, minnkaði lítillega milli áranna 2014 og 2015, reiknað sem mg/PCU. Fróðlegt er að hér á landi eru ekki notuð handa dýrum nein sýklalyf í flokki amfenikóla, makrólíða og pólýmyxína. Vonandi verður svo áfram. Jafnframt er mjög lítið notað af sýklalyfjum í flokki cefalósporína og í flokki flúorókínólóna og notkunin hefur farið minnkandi. Vonandi verður svo áfram.

Gagnvirkur gagnagrunnur ESVAC er opinn öllum. Mikilvægt er að gæta varúðar í öllum samanburði og ígrunda það sem liggur að baki honum hverju sinni.

Eldri ESVAC skýrslur eruaðgengilegar á vef EMA.

* PCU (Population correction unit): Áætlaður þungi búfjár og sláturdýra. Sjá nánar í kafla 1.4 í ESVAC skýrslunni.

Síðast uppfært: 27. október 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat