Núll daga skráningarferill

Birtar hafa verið upplýsingar og skráningareyðublað

Eitt af þeim úrræðum sem stendur markaðsleyfishöfum til boða til að auðvelda fjölgun nauðsynlegra lyfja hér á markaði og þar með draga úr eða fyrirbyggja lyfjaskort, er núll daga skráningarferill.

Markaðsleyfishafi/umboðsmaður þarf að fylla út beiðni um núll daga feril. Stofnunin metur í kjölfarið þörf og hæfi lyfs til að fara í núll daga feril og upplýsir umsækjandann um ávörðunina. Ákvörðun Lyfjastofnunar mun almennt liggja fyrir þrjátíu dögum eftir að beiðni um núll daga feril hefur verið send stofnuninni.

Nánari upplýsingar er að finna á upplýsingasíðu um núll daga feril, og þar er einnig að finna vefeyðublað til útfyllingar.

Síðast uppfært: 23. mars 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat