Coxerit Filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 30, 60, 90 eða 120 mg af etorícoxíbi. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósa. Lyfið er ætlað fullorðnum og unglingum 16 ára og eldri til meðferðar við einkennum slitgigtar (osteoarthritis), iktsýki (rheumatoid arthritis), hryggikt og við verkjum og bólgueinkennum tengdum bráðri þvagsýrugigt (gouty arthritis). Einnig er lyfið ætlað fullorðnum og unglingum 16 ára og eldri til skammtímameðferðar við meðalslæmum verkjum í tengslum við tannaðgerðir. Ákvörðunin um að ávísa sértækum Cox-2 hemli skal vera byggð á heildar áhættumati fyrir hvern einstakan sjúkling. Lyfið er lyfseðilsskylt.
Coxient Filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 30, 60, 90 eða 120 mg af etorícoxíbi. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósa. Lyfið er ætlað fullorðnum og unglingum 16 ára og eldri til meðferðar við einkennum slitgigtar (osteoarthritis), iktsýki (rheumatoid arthritis), hryggikt og við verkjum og bólgueinkennum tengdum bráðri þvagsýrugigt (gouty arthritis). Einnig er lyfið ætlað fullorðnum og unglingum 16 ára og eldri til skammtímameðferðar við meðalslæmum verkjum í tengslum við tannaðgerðir. Ákvörðunin um að ávísa sértækum Cox-2 hemli skal vera byggð á heildar áhættumati fyrir hvern einstakan sjúkling. Lyfið er lyfseðilsskylt.
Darunavir Alvogen Filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 600 mg eða 800 mg af darunaviri. Lyfið er ætlað til samsettrar meðferðar með öðrum andretróveirulyfjum handa sjúklingum með HIV-1 veirusýkingu. Lyfið er sjúkrahúslyf (S, Z) og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í smitsjúkdómum.
Fluoxetin WH Hörð hylki. Hvert hylki inniheldur 20 af flúoxetíni. Lyfið er ætlað við alvarlegum þunglyndisköstum, þráhyggju- og áráttusýki og lotugræðgi (bulimia nervosa). Lyfið er lyfseðilsskylt.
Gabapentin PCD Hörð hylki. Hvert hylki inniheldur 300 mg eða 400 mg af gabapentini. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósa. Lyfið er notað sem viðbótarmeðferð þegar um er að ræða hlutaflog (partial epilepsy), með eða án síðkominna alfloga, hjá fullorðnum og börnum, 6 ára og eldri. Lyfið er einnig notað sem einlyfjameðferð þegar um er að ræða hlutaflog, með eða án síðkominna alfloga, hjá fullorðnum og unglingum, 12 ára og eldri og til meðferðar við útlægum taugaverkjum. Lyfið er lyfseðilsskylt og er merkt rauðum aðvörunarþríhyrningi.
Levodopa +Carbidopa + Entacapona WH Filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur: 50 mg/12,5 mg/200 mg, 100 mg/25 mg/200 mg eða 150 mg/37,5 mg/200 mg af levodopa/ carbidopa/entacapon. Hjálparefni með þekkta verkun er súkrósa. Lyfið er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með Parkinsons-veiki og hreyfitruflanir í lok skammtatímabils (end-of-dose motor fluctuations), sem ekki næst stöðugleiki hjá með levodopa/dopadecarboxylasa (DDC) hemli. Lyfið er lyfseðilsskylt.
Marbodin Filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 10 mg eða 20 mg
af memantinhýdróklóríði. Lyfið er ætlað til meðferðar á miðlungs miklum til alvarlegs Alzheimerssjúkdóms. Lyfið er lyfseðilsskylt.
Prometazin Actavis Filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 25 mg af prómetazínhýdróklóríði. Lyfið er ætlað við svefnvandamálum, alvarlegum kvíða, lyfjaforgjöf við skurð- og tannaðgerðir, ferðaveiki, ofnæmisviðbrögðum af ýmsum orsökum, kláða, ógleði og svima (morgunógleði, Ménieres sjúkdómur, ógleði eftir geislameðferð og svæfingu) og áfengissýki eða lyfjafíkn. Lyfið er lyfseðilsskylt og er merkt rauðum aðvörunarþríhyrningi.
Remurel Stungulyf, lausn í áfylltri sprautu. Hver ml af stungulyfi, lausn, inniheldur 20 mg af glatíramerasetati, sem jafngildir 18 mg af glatírameri í áfylltri sprautu. Lyfið er ætlað til meðferðar á heila- og mænusiggi (multiple sclerosis (MS) með köstum). Lyfið er sjúkrahúslyf (S, Z) og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í taugasjúkdómum með sérþekkingu og reynslu í meðferð á MS.
Varlota Filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 100 mg eða 150 mg af erlótiníbi. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósa. Lyfið er ætlað sem fyrsta meðferðarval hjá sjúklingum með langt gengið lungnakrabbamein, staðbundið eða með meinvörpum, sem er ekki af smáfrumugerð, með virkjandi stökkbreytingum í húðþekjuvaxtarþáttarviðtaka (EGFR). Lyfið er einnig ætlað til viðhaldsmeðferðar sem skipt er yfir í hjá sjúklingum með langt gengið lungnakrabbamein, staðbundið eða með meinvörpum, sem er ekki af smáfrumugerð, með virkjandi stökkbreytingum í húðþekjuvaxtarþáttarviðtaka og stöðugan sjúkdóm eftir meðferð með krabbameinslyfjum sem voru fyrsta val. Lyfið er einnig ætlað til meðferðar hjá sjúklingum með langt gengið lungnakrabbamein, sem er staðbundið eða með meinvörpum sem er ekki af smáfrumugerð, eftir að a.m.k. ein krabbameinslyfjameðferð hefur brugðist. Lyfið er sjúkrahúslyf (S, Z) og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum.
Vedrop Mixtúra, lausn. Hver ml inniheldur 50 mg af d-alfa-tókóferóli, í formi tókófersólans, sem jafngildir 74,5 a.e. af tókóferóli. Hjálparefni með þekkta verkun eru natríum metýl parahýdroxýbensóat (E219), natríum ethýl parahýdroxýbensóat (E215) og natríum. Lyfið er ætlað við E vítamínskorti af völdum vanfrásogs í meltingarvegi hjá börnum með meðfædda langvarandi gallteppu eða arfgenga langvarandi gallteppu frá fæðingu (fullburða barns) að 18 ára aldri. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er sjúkrahúslyf (S, Z) og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í meltingarsjúkdómum barna.
Zensitin Filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 10 mg af cetirizíntvíhýdróklóríði. Lyfið er ætlað til að létta á einkennum frá nefi og augum hjá þeim sem hafa árstíðabundið eða stöðugt ofnæmiskvef og til að létta á einkennum langvinns ofsakláða af óþekktum orsökum. Heimilt er að selja takmarkað magn lyfsins í lausasölu.