Ný lyf á markað 1. febrúar 2018

Ný lyf sem komu á markað 1. febrúar 2018

Cinacalcet Accord, filmuhúðuð tafla. Hver tafla inniheldur 30 mg, 60 mg eða 90 mg af cinacalcet sem hýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er ætlað til meðferðar á afleiddri kalkvakaofseytingu (secondary hyperparathyroidism [HTP]) og til að draga úr blóðkalsíumhækkun hjá sjúklingum með krabbamein í kalkkirtli eða frumkomna kalkvakaofseytingu. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Crinone, 8% skeiðarhlaup. 1 skammtur inniheldur 90 mg prógesterón. Lyfið er til notkunar í leggöng og er ætlað til að styðja við gulbúsfasa meðan á örvun eggloss með gónadótrópínum stendur hjá konum sem hafa gengist undir bælingu með GnRH-örva. Lyfið er lyfseðilsskylt og er ávísun þess bundin við sérfræðinga í kvensjúkdómum með þekkingu á frjósemisvandamálum.

Elocta, stungulyfsstofn og leysir. Hvert hettuglas inniheldur 250 IU, 500 IU, 1000 IU, 1500 IU, 2000 IU eða 3000 IU af efmoroctocog alfa. Lyfið er ætlað til að meðhöndla og fyrirbyggja blæðingu hjá sjúklingum með dreyrarsýki A (meðfæddur skortur á þætti VIII). Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er sjúkrahúslyf og er ávísun lyfsins bundin við sérfræðinga í blóðsjúkdómum. Lyfið er lyfseðilsskylt

Oftan Chlora, augnsmyrsli. Eitt gramm af augnsmyrsli inniheldur 10 mg af klóramfeníkóli. Lyfið er ætlað til meðferðar augnsýkinga af völdum baktería hjá fullorðnum og börnum, eins og tárabólgu, hvarmaþrota, tárapokabólgu og glærubólgu. Það er einnig notað til að koma í veg fyrir sýkingar eftir augnmeiðsli og aðgerðir og eftir að aðskotahlutir hafa verið fjarlægðir. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Venlafaxin Krka, hart forðahylki. Hvert forðahylki inniheldur 37,5 mg, 75 mg eða 150 mg af venlafaxini sem venlafaxin hýdróklóríð. Hjálparefni með þekkta verkun er súkrósi. Lyfið er notað í meðferð við alvarlegum þunglyndislotum, til að fyrirbyggja endurteknar alvarlegar þunglyndislotur, í meðferð við almennri kvíðaröskun, í meðferð við félagsfælni og í meðferð við felmtursröskun með eða án víðáttufælni. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Síðast uppfært: 8. febrúar 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat