Ný lyf á markað í desember

Stutt samantekt um ný lyf sem komu á markað 1. desember

Ný lyf á markað 1. desember 2020

Ný lyf

Cinacelcet STADA, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 30 mg, 60 mg eða 90 mg af cinacalceti. Lyfið er notað við afleiddu kalkvakaóhófi hjá fullorðnum og börnum 3 ára og eldri og við krabbameini í kalkkirtli og frumkomnu kalkvakaóhófi hjá fullorðnum. Lyfið er samheitalyf frumlyfsins Mimpara og er lyfseðilsskylt.

Rybelsus, töflur. Hver tafla inniheldur 3 mg, 7 mg eða 14 mg semaglútíð. Lyfið er ætlað til meðferðar á fullorðnum með ófullnægjandi stjórn á sykursýki af tegund 2 til að bæta blóðsykurstjórnun sem viðbót við mataræði og hreyfingu. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er frumlyf og er lyfseðilsskylt.

Síðast uppfært: 28. desember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat