Aklief, krem. Eitt gramm af kremi inniheldur 50 míkrógrömm af trífaróteni. Lyfið er ætlað til meðferðar við þrymlabólum á húð í andliti og/eða á bol hjá sjúklingum 12 ára og eldri, ef mikið er um fílapensla, bólgunabba og graftarbólur. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er frumlyf og er lyfseðilsskylt.
Alymsys, innrennslisþykkni, lausn. Hver millilítri af þykkni inniheldur 25 mg af bevacízúmabi. Alymsys er ætlað til meðferðar á ýmsum krabbameinssjúkdómum, m.a. við krabbameini í ristli eða endaþarmi með meinvörpum, brjóstakrabbameini, lungnakrabbameini, nýrnafrumukrabbameini, þekjufrumukrabbameini og krabbameini í leghálsi. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er líftæknilyfjahliðstæða lyfsins Avastin, er lyfseðilsskylt og er notkun þess bundin við sjúkrahús.
Kerendia, filmuhúðuð tafla. Lyfið er fáanlegt í tveimur styrkleikum 10 og 20 mg. Hver tafla inniheldur samsvarandi magn af finerenóni. Lyfið er ætlað til meðferðar við langvinnum nýrnasjúkdómi (stig 3 eða 4 með albúmínmigu) í tengslum við sykursýki af tegund 2 hjá fullorðnum. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er frumlyf og er lyfseðilsskylt.
Mvasi, innrennslisþykkni, lausn. Hver millilítri af þykkni iniheldur 25 mg af bevacízúmabi. Mvasi er ætlað til meðferðar á ýmsum krabbameinssjúkdómum, m.a. við krabbameini í ristli eða endaþarmi með meinvörpum, brjóstakrabbameini, lungnakrabbameini, nýrnafrumukrabbameini, þekjufrumukrabbameini og krabbameini í leghálsi. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er líftæknilyfjahliðstæða lyfsins Avastin, er lyfseðsilsskylt og er notkun þess bundin við sjúkrahús.
Ruxience, innrennslisþykkni, lausn. Hver millilítri inniheldur 10 mg af rítúxímab. Lyfið er fáanlegt í tveimur skammtastærðum, 10 ml og 50 ml, þar sem 10 ml hettuglas inniheldur 100 mg af ritúxímab og 50 ml inniheldur 500 mg af ritúxímab. Lyfið er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum við eitilfrumukrabbameini sem er ekki af Hodgkins gerð og langvinnu eitilfrumuhvítblæði. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er líftæknilyfjahliðstæða lyfsins MabThera, er lyfseðilsskylt og er notkun þess bundin við sjúkrahús.
Varivax, stungulyfsstofn og leysir, dreifa í áfylltri sprautu. Lyfið inniheldur lifandi veiklaða hlaupabóluveiru af Oka/Merck stofni sem er framleidd í mannadiploid frumum. Varivax er ætlað til bólusetningar gegn hlaupabólu frá 12 mánaða aldri og má gefa frá 9 mánaða aldri við sérstakar aðstæður. Lyfið má einnig gefa viðkvæmum einstaklingum sem hafa verið útsettir fyrir hlaupabólu. Bóluefnið er frumlyf og er lyfseðilsskylt.