Í apríl komu 15 ný lyf fyrir menn á íslenskan markað. Þau tilheyra 9 mismunandi ATC flokkum.
ATC flokkur A - meltingarfæri og efnaskipti
Plenvu, mixtúruduft, lausn.
Innihaldsefni Plenvu eru í þremur aðskildum skammtapokum. Fyrsti skammturinn er í einum skammtapoka og annar skammturinn er í tveimur skammtapokum, A og B.
Skammtapokinn fyrir skammt 1 inniheldur makrógól 3350 100 g, vatnsfrítt natríumsúlfat 9 g, natríumklóríð 2 g og kalíumklóríð 1 g.
Þéttni blóðsaltanna þegar fyrsti skammturinn er leystur upp í 500 ml lausn eru:
- Natríum 160,9 mmól/500 ml
- Súlfat 63,4 mmól/500 ml
- Klóríð 47,6 mmól/500 ml
- Kalíum 13,3 mmól/500 ml
Skammtur 1 inniheldur einnig 0,79 g af súkralósa (E955).
Skammtur 2 (skammtapokar A og B) inniheldur eftirtalin virk innihaldsefni:
Skammtapoki A: Makrógól 3350 40 g, Natríumklóríð 3,2 g og Kalíumklóríð 1,2 g. Pokinn inniheldur einnig 0,88 g af aspartami.
Skammtapoki B: Natríumaskorbat 48,11 g og Askorbínsýra 7,54 g.
Þéttni blóðsaltanna þegar annar skammturinn (skammtapokar A og B) er leystur upp í 500 ml lausn eru:
- Kalíum 13,3 mmól/500 ml
- Natríum 297,6 mmól/500 ml
- Askorbat 285,7 mmol/500 ml
- Klóríð 70,9 mmól/500 ml
- Kalíum 16,1 mmól/500 ml
Plenvu er ætlað fullorðnum til hreinsunar á þörmum fyrir aðgerð þegar þarmar þurfa að vera hreinir.
Lyfið er samsett lyf og fæst í lausasölu.
Sitagliptin/Metformin Krka, filmhúðuð tafla.
Lyfið fæst í tveimur styrkleikum, 50 mg/850 mg og 50 mg/1000 mg. Hver tafla inniheldur samsvarandi magn af sitagliptini og metformin hýdróklóríði.
Lyfið er ætlað til meðferðar fyrir fullorðna sjúklinga með sykursýki af tegund 2 og er því ætlað að bæta stjórnun á blóðsykri þegar ekki næst viðunandi stjórn á honum með mataræði og líkamsþjálfun ásamt hámarksskammti af metformini einu sér, hjá þeim sem fá nú þegar samsetta meðferð með sitagliptini og metformini eða samsetta meðferð með metformini og öðru lyfi.
Sitagliptin/Metformin Krka má nota eitt og sér eða ásamt insúlíni, súlfónýlúrealyfjum eða PPARγ örva.
Lyfið er samheitalyf Janumet og er lyfseðilsskylt.
ATC flokkur B - blóð og blóðmyndandi líffæri
Esperoct, stungulyfsstofn og leysir, lausn.
Lyfið er fáanlegt í fimm mismunandi styrkleikum, 500, 1.000, 1.500, 2.000 og 3.000 a.e. Hvert hettuglas inniheldur samsvarandi magn af turoctocog alfa pegol.
Lyfið er ætlað til meðferðar og fyrirbyggjandi meðferðar við blæðingum hjá sjúklingum 12 ára og eldri með dreyrasýki A (meðfæddan skort á storkuþætti VIII).
Lyfið er frumlyf, lyfseðilsskylt og er ávísun þess bundin við sérfræðinga í blóðsjúkdómum. ▼Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi þess komist fljótt og örugglega til skila.
Refixia, stungulyfs- /innrennslisstofn og leysir, lausn.
Lyfið fæst í þrem styrkleikum, 500, 1000 og 2000 a.e. Hvert hettuglas inniheldur samsvarandi magn af nonacog beta pegol.
Refixia er ætlað til fyrirbyggjandi meðferðar og meðferðar við blæðingum hjá sjúklingum 12 ára og eldri með dreyrasýki B.
Lyfið er frumlyf og lyfseðilsskylt og er ávísun þess bundin við sérfræðinga í blóðsjúkdómum. ▼Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi þess komist fljótt og örugglega til skila.
ATC flokkur C - hjarta- og æðakerfi
Losartankalium Krka, filmhúðuð tafla.
Lyfið er fáanlegt í þremur styrkleikum, 12,5 mg, 50 mg og 100 mg töflum. Hver tafla inniheldur samsvarandi magn af lósartankalíum, sem jafngilda 11,4 mg, 45,8 mg og 91,5 mg af lósartan.
Lyfið er notað:
- við háþrýstingi hjá fullorðnum og börnum og unglingum 6 - 18 ára
- til að vernda nýru sjúklinga með háþrýsting og sykursýki af tegund 2 með skerta nýrnastarfsemi og prótein í þvagi ≥ 0,5 g/sólarhring
- við langvinnri hjartabilun hjá fullorðnum sjúklingum þegar meðferð með ACE-hemlum hentar ekki lengur að mati læknis
- til að draga úr hættu á heilaslagi hjá fullorðnum sjúklingum með háþrýsting og þykknun á hjartavegg
Lyfið er samheitalyf Cozaar og er lyfseðilsskylt.
Losartankalium/hydrochlorthiazid Krka, filmhúðuð tafla.
Lyfið fæst í þremur styrkleikum 100 mg/12,5 mg, 100 mg/25 mg og 50 mg/12,5 mg. Hver tafla inniheldur 100 mg af lósartankalíum, sem jafngildir 91,52 mg af lósartani, eða 50 mg af lósartankalíum sem jafngildir 45,76 mg af lósartani og 12,5 mg eða 25 mg af hýdróklórtíazíði.
Lyfið er er ætlað til meðferðar við háþrýstingi hjá sjúklingum þegar hvorki hefur náðst nægileg stjórn á blóðþrýstingi með lósartani eða hýdróklórtíazíði einu sér.
Lyfið er samheitalyf Cozaar Comp og er lyfseðilsskylt.
ATC flokkur D - húðlyf
Vectavir (Heilsa), krem.
Hver skammtur inniheldur 10 mg/g af Pencíklóvír.
Vectavir krem er notað til meðferðar á áblæstri af völdum Herpes veiru og má nota kremið bæði áður en og eftir að blöðrur hafa myndast.
Lyfið er samhliða innflutt og fæst í lausasölu.
ATC flokkur G - þvag- og kynfæri og kynhormón
Lenzetto, úði til notkunar um húð.
Hver úðaskammtur gefur 90 míkrólítra af úða sem inniheldur 1,53 mg af estradíóli. 1,53 mg af estradíóli jafngildir 1,58 mg af estradíólhemihýdrati.
Lyfið er ætlað sem hormónauppbótarmeðferð við einkennum estrógenskorts hjá konum eftir tíðahvörf (þegar a.m.k. 6 mánuðir eru frá síðustu tíðablæðingum eða við tíðahvörf eftir skurðaðgerð hjá konum með eða án legs). Takmörkuð reynsla er af meðferð hjá konum eldri en 65 ára.
Lyfið er frumlyf og lyfseðilsskylt.
Levosertone, leginnlegg.
Hvert innlegg inniheldur 52 mg af levónorgestreli. Upphaflegur losunarhraði levónorgestrels er u.þ.b. 20 míkrógrömm á sólarhring og minnkar jafnt og þétt um u.þ.b. 60% eftir 6 ár.
Lyfið er getnaðarvörn og er einnig ætlað til meðferðar við miklum tíðarblæðingum.
Lyfið er samheitalyf Mirena og er lyfseðilsskylt.
ATC flokkur J - sýkingalyf til altækrar notkunar
Vaxneuvance, stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu.
Hver skammtur (0,5 ml) inniheldur eftirfarandi:
Innihaldsefni | Magn |
Pneumokokkafjölsykrungur sermisgerð 1 | 2,0 míkróg |
Pneumokokkafjölsykrungur sermisgerð 3 | 2,0 míkróg |
Pneumokokkafjölsykrungur sermisgerð 4 | 2,0 míkróg |
Pneumokokkafjölsykrungur sermisgerð 5 | 2,0 míkróg |
Pneumokokkafjölsykrungur sermisgerð 6A | 2,0 míkróg |
Pneumokokkafjölsykrungur sermisgerð 6B | 4,0 míkróg |
Pneumokokkafjölsykrungur sermisgerð 7F | 2,0 míkróg |
Pneumokokkafjölsykrungur sermisgerð 9V | 2,0 míkróg |
Pneumokokkafjölsykrungur sermisgerð 14 | 2,0 míkróg |
Pneumokokkafjölsykrungur sermisgerð 18C | 2,0 míkróg |
Pneumokokkafjölsykrungur sermisgerð 19A | 2,0 míkróg |
Pneumokokkafjölsykrungur sermisgerð 19F | 2,0 míkróg |
Pneumokokkafjölsykrungur sermisgerð 22F | 2,0 míkróg |
Pneumokokkafjölsykrungur sermisgerð 23F | 2,0 míkróg |
Pneumokokkafjölsykrungur sermisgerð 33 F | 2,0 míkróg |
Fjölsykrungarnir eru allir tengdir CRM197 flutningspróteini og aðsogaðir á álfosfat ónæmisglæði.
Vaxneuvance er ætlað til virkrar bólusetningar til þess að koma í veg fyrir ífarandi sýkingar, lungnabólgu og bráða miðeyrnabólgu af völdum Streptococcus pneumoniae hjá ungbörnum, börnum og unglingum frá 6 vikna aldri til yngri en 18 ára. Auk þess er lyfið ætlað til virkrar bólusetningar til þess að koma í veg fyrir ífarandi sýkingar og lungnabólgu af völdum Streptococcus pneumoniae hjá einstaklingum 18 ára og eldri.
Lyfið er frumlyf og lyfsseðilskylt. ▼Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi þess komist fljótt og örugglega til skila.
ATC flokkur N - taugakerfi
Lidbree, leghlaup.
Hver skammtur inniheldur 42mg/ml af virka efninu lídókaín sem er staðdeyfilyf af amíðgerð.
Lyfið er ætlað til staðdeyfingar við miðlungsmiklum bráðum verkjum í leghálsi og legi við kvensjúkdómaaðgerðir, svo sem ísetningu getnaðarvarnar í leg og töku lífsýna fyrir rannsóknarstofuprófanir hjá fullorðnum og unglingum frá 15 ára aldri
Lyfið er samheitalyf Xylocain og er lyfseðilsskylt.
Nicotinell Mint (Heilsa), lyfjatyggigúmmí.
Hver skammtur (lyfjatyggigúmmí) inniheldur 2 mg nikótín sem samsvara 10 mg nikótínpólacrillín.
Nicotinell Mint lyfjatyggigúmmí er notað til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum sem auðveldar reykingafólki að hætta að reykja eða draga úr reykingum.
Lyfið er innflutt samhliða og fæst í lausasölu.
ATC flokkur R - öndunarfæri
Strefen (Heilsa), munnsogstafla.
Hver tafla inniheldur 8,75 mg flurbiprofen.
Lyfið er notað til að draga tímabundið úr einkennum óþæginda í hálsi eins og verk, eymslum og bólgu auk erfiðleika við að kyngja hjá fullorðnum og börnum eldri en 12 ára.
Lyfið er samhliða innflutt og fæst í lausasölu.
Xonvea, magasýruþolin tafla.
Hver tafla inniheldur 10 mg af doxýlamínsúksínati og 10 mg af pýridoxínhýdróklóríði.
Xonvea er ætlað til meðferðar við ógleði og uppköstum á meðgöngu hjá konum sem svara ekki hefðbundinni meðferð.
Lyfið er frumlyf og lyfseðilskylt.
ATC flokkur S - skynfæri
Oftagel (Heilsa), augnhlaup í stakskammtaíláti.
Hvert gramm af augnhlaupi inniheldur 2,5 mg af karbómer 974P.
Oftagel er augnhlaup ætlað til meðferðar á einkennum augnþurrks (s.s. eymslum, sviða, ertingu eða þurrk) vegna ónógrar táramyndunar augans.
Lyfið er innflutt samhliða og fæst í lausasölu.