Ný lyf á markað í mars

Ný lyf á markað 1.mars 2020

Ný lyf

Aburic, filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 80 mg af febúxóstati. Lyfið er ætlað til meðferðar við langvinnum þvagsýrudreyra þegar úratfellingar hafa átt sér stað (þ.m.t. þegar saga liggur fyrir um eða til staðar er þvagsýrugigtarhnútur og/eða þvagsýrugigt). Aburic er ætlað til notkunar hjá fullorðnum. Lyfið inniheldur laktósa. Sjúklingar með arfgengt galaktósaóþol, algjöran laktasaskort eða glúkósa-galaktósavanfrásog, sem er mjög sjaldgæft, skulu ekki nota lyfið. Lyfið er samheitalyf lyfsins Adenuric sem er ekki á markaði hérlendis. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Desirett, filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 75 míkrógrömm desógestrel. Ábending lyfsins er getnaðarvörn til inntöku. Lyfið inniheldur laktósa og sojabaunaolíu. Sjúklingar með arfgengt galaktósaóþol, algjöran laktasaskort eða glúkósa-galaktósavanfrásog, sem er mjög sjaldgæft, skulu ekki nota lyfið. Jafnframt skal ekki nota lyfið ef einstaklingur er með ofnæmi fyrir jarðhnetum eða soja. Lyfið er samheitalyf lyfsins Cerazette og er lyfseðilsskylt.

Doktacillin, stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn. Hvert hettuglas inniheldur ampicillínnatríum sem jafngildir 1 g af ampicillíni. Lyfið er ætlað til meðferðar við eftirfarandi sjúkdómum: Bráð versnun langvinnrar berkjubólgu. Sýkingu af völdum enterókokka í efri hluta þvagfæra. Blóðsýkingu og hjartaþelsbólgu af völdum enterókokka. Bráð heilahimnubólgu af völdum Listeria monocytogenes. Blóðsýking hjá nýburum. Við lungnabólgu sem smitast utan sjúkrahúss á að einskorða gjöf Doktacillin við sjúklinga sem penisillín G hefur ekki haft tilætluð áhrif á eða ef það lyf hentar ekki af öðrum ástæðum. Markaðsleyfi lyfsins er veitt á þeim forsendum að hefð er fyrir notkun þess. Lyfið er lyfseðilsskylt.

LEDAGA, hlaup. Hvert gramm af hlaupi inniheldur chlormethin hýdróklóríð sem jafngildir 160 míkrógrömmum af chlormethini (meklóretamín). Lyfið er ætlað sem útvortis meðferð á T-frumueitilæxlum í húð af svepplíkis-gerð (mycosis fungoides-type cutaneous T-cell lymphoma (MF-type CTCL)) hjá fullorðnum sjúklingum. Lyfið er blendingslyf (e. hybrid medicine) og er markaðsleyfi þess byggt að hluta á lyfinu Caryolysine sem hefur ekki markaðsleyfi á Íslandi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Nyxoid, nefúði, lausn í stakskammtaíláti. Hvert nefúðaskammtaílát inniheldur 1,8 mg af naloxóni sem hýdróklóríð tvíhýdrat. Nyxoid er ætlað til tafarlausrar notkunar sem neyðarmeðferð við þekktri eða ætlaðri ofskömmtun ópíóíða sem kemur fram sem öndunarbæling og/eða bæling á miðtaugakerfinu, bæði innan heilbrigðisstofnanna og utan þeirra. Lyfið er ætlað fullorðnum og unglingum 14 ára og eldri. Nyxoid kemur ekki í stað fyrir bráðalæknismeðferð. Lyfið er blendingslyf (e. hybrid medicine) og er markaðsleyfi þess byggt að hluta á lyfinu Naloxon HCl sem hefur ekki markaðsleyfi á Íslandi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Xorox, augnsmyrsli. 1 g af smyrsli inniheldur 30 mg af acicloviri. Lyfið er ætlað til meðferðar við hornhimnubólgu af völdum herpes simplex. Lyfið er blendingslyf (e. hybrid medicine) og er markaðsleyfi þess byggt að hluta á lyfinu Zovir 30 mg/g augnsmyrsli. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Nýtt lyfjaform

Lynparza, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 100 mg eða 150 mg olaparib. Lyfið er ætlað til einlyfjameðferðar við krabbameini í eggjastokkum og brjóstakrabbameini. Þess má geta að ábendingar lyfsins eru ólíkar eftir lyfjaformum, þ.e.a.s. töflurnar hafa aðrar ábendingar en hylki. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum og kvensjúkdómum. Lyfið er frumlyf og er lyfseðilsskylt.

Síðast uppfært: 18. nóvember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat