Ný lyfjalög taka gildi á næsta ári

Ný lyfjalög voru samþykkt á Alþingi 29. júní sl. Lögin öðlast gildi 1. janúar 2021. Þó öðlast gildi nú þegar 5. málsgrein 53. greinar og 79. grein laganna.

Nýju lyfjalögin marka mikil tímamót, m.a. þar sem þau koma til með að leysa af hólmi gildandi heildarlöggjöf frá árinu 1994. Þegar nær líður gildistöku laganna mun Lyfjastofnun fjalla nánar um þau á vef sínum.

Síðast uppfært: 29. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat