Ný reglugerð ESB um lækningatæki gildir ekki í Sviss

Ástæðan er samningsslit

Svissnesk stjórnvöld hafa slitið viðræðum við Evrópusambandið um endurnýjun á sérstökum samningi um gagnkvæma viðurkenningu, sem meðal annars varðar lækningatæki.  

Reglugerð Evrópusambandsins um lækningatæki sem tók gildi í ríkjum EES þann 26. maí 2021 sl. gildir því ekki gagnvart Sviss, og þar með telst Sviss  þriðja ríki héðan í frá með tilliti til lækningatækja. Þetta þýðir að svissneskir framleiðendur þurfa að uppfylla kröfur sem gerðar eru í reglugerð ESB 2017/745 um þá sem framleiða vörur utan Evrópu.

Frekari upplýsingar í frétt frá Evrópusambandinu

Síðast uppfært: 4. júní 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat