Ný skýrsla um fyrirkomulag lyfjamála á norðurlöndum

Út er komin ný skýrsla um fyrirkomulag lyfjamála á Norðurlöndunum. Það var danska fyrirtækið KORA sem vann skýrsluna fyrir vinnuhóp Norrænu ráðherranefndarinnar um samstarf þjóðanna í lyfjamálum.

Í formálanum kemur m.a. fram að Norðurlöndin standi frammi fyrir fjölda áskorana í lyfjamálum. Sameiginleg eiga löndin að leita leiða til að ná tökum á lyfjakostnaði um leið og þau reyna að tryggja sjúklingum eins góðan aðgang að nauðsynlegum lyfjum og nauðsynlegt er.

Skýrslan er byggð á birtum gögnum og viðtölum við lykilpersónur í stjórnsýslu lyfjamála í löndunum. Hér á landi var rætt við fulltrúa velferðarráðuneytisins, Lyfjagreiðslunefndar, Lyfjastofnunar, Landspítalans og Sjúkratrygginga Íslands.

Skýrsluna má nálgast hér.

Síðast uppfært: 30. maí 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat