Nýjar persónuverndarreglur taka gildi

Nýjar persónuverndarreglur tóku gildi í Evrópu þann 25. maí 2018 og ný lög um persónuvernd voru samþykkt á Alþingi 14. júní sl. Taka þau gildi þann 15. júlí næstkomandi. 

Lyfjastofnun hefur frá í haust unnið að innleiðingu nýrra reglna og leggur áherslu á að fylgja þeim kröfum sem gerðar eru. Innan tíðar mun verða birt ný persónuverndarstefna varðandi meðferð, vinnslu og varðveislu persónuverndarupplýsinga hjá stofnuninni, og einnig leiðbeiningar til viðskiptavina sem tryggja eiga öryggi persónuupplýsinga. 

Síðast uppfært: 14. júní 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat