Þann 8. janúar sl. fékk Lyfjastofnun heimsókn frá nýjum heilbrigðisráðherra, Ölmu D. Möller, ásamt föruneyti sem kom til að kynna sér starfsemina. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar sagði af þessu tilefni að um afar gagnlega og upplýsandi fund hafi verið að ræða þar sem farið var yfir fjölbreytt hlutverk stofnunarinnar, helstu verkefni og rekstur ásamt þeim áskorunum sem stofnunin stendur frammi fyrir.
Lyfjastofnun er ein af grunnstoðum heilbrigðiskerfis okkar landsmanna. Hún gegnir lykilhlutverki í því að tryggja öryggi landsmanna með greiðu aðgengi að lyfjum og lækningatækjum á öllum tímum. Þetta eru risavaxnar áskoranir en verkefnið er í góðum höndum hjá öflugum stjórnendum og sérfræðingum stofnunarinnar
-Alma D. Möller, heilbrigðisráðherra
Ég fagna sérstaklega þeim áhuga sem ráðherra hefur þegar sýnt starfsemi Lyfjastofnunar með heimsókn sinni. Slíkur stuðnigur skiptir miklu máli fyrir áframhaldandi árangur. Ég er full bjartsýni á gott samstarf við ráðherra í framtíðinni og hlakka til að vinna í sameiningu að lyfjamálum með öryggi lyfjanotenda í fyrirrúmi.
-Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar

Sjá einnig: Frétt á vef Stjórnarráðsins um heimsókn ráðherra til Lyfjastofnunar