Nýtt frá CHMP – desember

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP) hélt fund dagana 10.-13.desember sl. Mælt var með að sjö lyf fengju markaðsleyfi, þar af tvö  sem ætluð eru til meðhöndlunar á sjaldgæfum sjúkdómum (e. orphan medicines).

Eitt lyfjanna sjö sem um ræðir, Zirabev, er líftæknilyfshliðstæða (e. biosimilar medicine). Það er ætlað til meðhöndlunar ýmissa krabbameina, t.d. ristil- og brjóstakrabbameins. 

Þá komst sérfræðinganefndin að þeirri niðurstöðu að lyf með omega-3 fitusýrum gagnist ekki til að meðhöndla hjarta- og blóðrásarvanda þeirra sem þegar hafa fengið hjartaáfall. Því verði lyf af þessu tagi ekki ráðlögð til slíkra nota. 

Einnig kemur fram í frétt af desemberfundi sérfræðinganefndarinnar að áfram er unnið að endurmati á ýmsum sartan-lyfjum, sem gefin eru við háum blóðþrýstingi, eftir að í ljós komu mengandi efni í nokkrum þeirra um mitt þetta ár.  

Frétt EMA um CHMP fund í desember

Dagskrá CHMP fundar í desember

Síðast uppfært: 17. desember 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat