Nýtt frá CHMP – febrúar 2020

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP) hélt fund dagana 24.-27. febrúar sl. Mælt var með að tvö ný lyf fengju markaðsleyfi.

Annars vegar er um að ræða lyfið Fetcroja (cefiderocol) en það er til að meðhöndla sýkingar sem loftsæknar, Gram-neikvæðar bakteríur valda hjá fullorðnu fólki, og meðferðarúrræði eru af skornum skammti..

Hitt er samheitalyfið Tigecycline Accord (tigecycline) en það er til meðferðar við erfiðum sýkingum í hörundi og húðbeði, og einnig í kviðarholi.

Þá mælti sérfræðinganefndin með viðbótarábendingum fyrir lyfin Alunbrig, Ofev og Otezla.

CHMP mælti einnig með nýju lyfjaformi af Entyvio, til viðbótar við það sem fyrir er. Nýja formið er 108 mg lausn, stungulyf sem gefið er undir húð.

Frétt EMA um CHMP fund í febrúar

Dagskrá CHMP fundar í febrúar

Síðast uppfært: 11. mars 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat