Sérfræðinganefnd
Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP) kom saman dagana 24.-27. júní
sl. Mælt var með að þremur lyfjum yrði veitt markaðsleyfi, Giapreza til að
meðhöndla lágþrýsting sem svarar illa meðferð í fullorðnum einstaklingum með sýklalost eða losti að völdum lélegs blóðflæðis (e.distributive shock), krabbameinslyfinu Azacitidine Celgene, og
flogaveikilyfinu Lacosamide UCB. Eitt lyf fékk neikvæða umsögn, Evenity, sem
ætlað er að meðhöndla beinþynningu.
Þá var aukið við
ábendingar nokkurra lyfja, þeirra á meðal Victoza, sem nú er viðurkennt sem lyf handa börnum og
unglingum eldri en tíu ára með sykursýki tvö.