Nýtt frá CHMP – júní 2023

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir menn (CHMP) hélt fund dagana 19.-22. júní sl. Mælt var með markaðsleyfi fyrir tvö ný lyf, en synjun umsóknar fyrir lyfið Albrioza

Samþykkt ný lyf

Lyfið Aquipta (atogepant) hlaut jákvæða umsögn CHMP. Aquipta er ætlað sem fyrirbyggjandi meðferð gegn mígreni hjá fullorðnum sem fengið hafa mígreni a.m.k. fjóra daga í mánuði. Talið er að um 15% af íbúum í ESB þjáist af mígreni, en á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi 4,4% skv. grein í Læknablaðinu (bls. 4)

Jesduvroq (daprodustat) fékk einnig jákvæða umsögn sérfræðinganefndarinnar. Lyfið er fyrir fullorðna sem þjást af blóðleysi vegna langvarandi nýrnasjúkdóms, að nýru eru það skemmd að þau geta ekki síað blóðið eins vel og nauðsynlegt er.

Umsókn um markaðsleyfi synjað

Sérfræðinganefndin mælti með að umsókn um markaðsleyfi fyrir Albrioza (sodium phenylbutyrate/ursodoxicoltaurine) yrði hafnað. Albrioza fékk skilgreiningu sem orfan-lyf, en slíkt er gert þegar um lyf við sjaldgæfum ólæknandi sjúkdómum er að ræða, sjúkdómum sem ógna lífi sjúklingsins. Lyfinu er ætlað að hægja á hreyfitaugahrörnun með vöðvarýrnun (amyotrophic lateral sclerosis- ALS), en CHMP taldi niðurstöður rannsókna ekki sýna fram á með nægilega skýrum hætti að lyfið nýttist eins og því var ætlað.

Viðbótarábendingar

CHMP mælti með að átta lyf sem þegar eru með markaðsleyfi á EES svæðinu fengju viðbótarábendingar. Þetta eru lyfin Comirnaty, Imjudo, Jardiance, Lonsurf, Mircera, Refixia, Soliris og Trodelvy.

Umsóknir fyrir lyfin Dyrupeg og Zefylti voru dregnar til baka.

Frétt EMA um júnífund CHMP

Dagskrá CHMP fundar í júní

Síðast uppfært: 30. júní 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat