Nýtt frá CHMP – mars

Sérfræðinganefnd
Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP) hélt fund dagana 25.-28. mars
sl, fyrsta fund nefndarinnar sem haldinn er í Amsterdam. Mælt var með einu nýju
markaðsleyfi, og viðbótarábendingum fyrir þrjú lyf. Hér er um að ræða skilyrt
markaðsleyfi fyrir lyfið Zynteglo, og ítarlegri ábendingar fyrir Imnovid,
Mozobil og Revlimid.

Lyf við sjaldgæfum blóðsjúkdómi

Zynteglo inniheldur erfðabreyttar stofnfrumur (advanced therapy medicinal
product, ATMP) og er ætlað til meðferðar við
sjaldgæfum meðfæddum sjúkdómi, beta-thalassaemia.
Sjúkdómurinn orsakast af stökkbreytingu á geninu fyrir blóðrauða og veldur
blóðleysi. Lyfið er ætlað sjúklingum sem ekki geta nýtt sér önnur úrræði, svo
sem stofnfrumuígræðslu. Umfjöllun um lyfið var flýtt samkvæmt svokallaðri PRIME
áætlun Lyfjastofnunar Evrópu.

Endurmat lyfja með omega-3 fitusýrum

Sérfræðinganefndin komst í desember sl. að þeirri niðustöðu, að lyf með omega-3
fitusýrum gagnist ekki til að meðhöndla hjarta- og blóðrásarvanda þeirra sem
þegar hafa fengið hjartaáfall. Nokkur lyfjafyrirtæki óskuðu í framhaldinu eftir
endurmati. Nefndin skilaði áliti sínu nú að loknum mars-fundinum og er það
samhljóða hinu fyrra; að lyf af þessu tagi verði ekki ráðlögð til fyrrgreindra
nota.

Frétt
EMA af CHMP fundi í mars

Dagskrá
CHMP fundar í mars

Síðast uppfært: 1. apríl 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat