Nýtt frá CHMP – mars 2021

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir menn (CHMP) hélt fjarfund dagana 22.-25. mars sl. Mælt var með að fimm lyf fengju markaðsleyfi og sex lyf fengju viðbótarábendingar. Jafnframt lagði CHMP mat á notkun einstofna mótefnisins regdanvimab hjá sjúklingum með COVID-19.

Frumlyf

Nefndin mælti með útgáfu markaðsleyfis fyrir lyfið Copiktra (duvelisib). Er það til meðferðar sjúklinga með tilteknar tegundir eitilfrumuhvítblæðis (e. relapsed or refractory chronic lymphocytic leukaemia / CLL) og eitilfrumukrabbameins (e. refractory follicular lymphoma / FL).

Lyfið Ponvory (ponesimod) hlaut jákvæða umsögn nefndarinnnar til meðferðar virks heila- og mænusiggs með hléum (e. active relapsing forms  of multiple sclerosis).

Lyfin Drovelis og Lydisilka, sem bæði innihalda estetról og dróspírenón, hlutu jákvæða umsögn sem getnaðarvörn til inntöku.

Blendingslyf

CHMP mælti með að blendingslyfið (e. hybrid medicine) Efmody (hýdrókortisón) hljóti markaðsleyfi til meðferðar meðfæddrar nýrnahettustækkunar (e. congenital adrenal hyperplasia / CAH).

Viðbótarábendingar

Mælt var með viðbótarábendingum fyrir sex lyf; Benlysta, Kaftrio, Kalydeco, Saxenda, Tecentriq and Xtandi.

COVID-19: Niðurstaða mats á notkun regdanvimab

CHMP komst að þeirri niðurstöðu að nota mætti einstofna mótefnið regdanvimab til meðferðar staðfests COVID-19 sjúkdóms hjá fullorðnum sjúklingum sem ekki þurfa súrefnisgjöf en eru í mikilli hættu á að veikjast alvarlega. Lyfið er ekki með markaðsleyfi á EES-svæðinu en samevrópskt vísindalegt mat CHMP kemur til með að auðvelda ákvörðunartöku um notkun lyfsins í löndunum.

Nánar í frétt á vef EMA

Síðast uppfært: 26. apríl 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat