Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP) hélt fund dagana 12.-15. nóvember sl. Samþykkt var að mæla með fjórum lyfjum, þar af einu sem ætlað er til notkunar utan Evrópu. Lyfið sem þar um ræðir er Fexinidazole Winthrop sem ætlað er til meðhöndlunar sjúkdómsins lethargia africana, eða Afríku-svefnsýki. Þetta er fyrsta lyfið gegn þessum sjúkdómi sem eingöngu er ætlað til inntöku í stað samþættrar meðferðar áður, en hún krafðist meðal annars lyfjagjafar í æð auk taflna til inntöku.
Nýtt frá CHMP – nóvember
Síðast uppfært: 19. nóvember 2018